5.2.2007 | 16:00
Stúdentapólitík er heimskuleg
Það er sorglegt en satt, stúdentapólitíkinni við Háskóla Íslands er heimskuleg. Það er ákaflega auðvelt að skilja hvers vegna meirihluti stúdenta neitar að taka þátt í vitleysunni og sleppir því að kjósa. Háskólalistinn var stofnaður af því að hópur stúdenta sá að það var leið upp úr þessum sandkassaslag sem stúdentapólitíkin er. Leiðin er einstaklingskosningar.
Fólk sem býður sig fram á eigin forsendum myndi ekki lenda í sama skotgrafahernaði og einkennir stúdentapólitíkina í dag. Að minnsta kosti myndi það ekki erfa slíkar deilur frá fyrirrennurum sínum. Það hlýtur að teljast mjög undarlegt að milli tveggja fylkinga í hagsmunabaráttu stúdenta séu dregnar átakalínur Kalda stríðsins. Lýðræðissinnar gegn félagshyggjufólki.
Stúdentar eiga betra skilið. Hagsmunabarátta stúdenta er of mikilvæg til þess að lenda í höndunum á stúdentapólitíkusum. Hjálpið okkur að breyta þessu kerfi.
Fólk sem býður sig fram á eigin forsendum myndi ekki lenda í sama skotgrafahernaði og einkennir stúdentapólitíkina í dag. Að minnsta kosti myndi það ekki erfa slíkar deilur frá fyrirrennurum sínum. Það hlýtur að teljast mjög undarlegt að milli tveggja fylkinga í hagsmunabaráttu stúdenta séu dregnar átakalínur Kalda stríðsins. Lýðræðissinnar gegn félagshyggjufólki.
Stúdentar eiga betra skilið. Hagsmunabarátta stúdenta er of mikilvæg til þess að lenda í höndunum á stúdentapólitíkusum. Hjálpið okkur að breyta þessu kerfi.
Oft dræm kjörsókn í Háskólanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook