Gjörbreytt kosningakerfi

Þegar Háskólalistinn kynnti framboðslista sinn til Stúdentaráðs nú nýverið voru um leið boðaðar tillögur um gjörbreytt kosningakerfi. Breytingatillögurnar ganga í stuttu máli út á það að í stað þess að stúdentar kjósa lista fólks til setu í Stúdentaráði þá verði kosið einstaklingskosningu beint í nefndir ráðsins. Nefndamenn sitja svo í Stúdentaráði og stjórn þess, sem skipuð er eftir ákveðnum leiðum sem nánar er greint frá í breytingatillöglunum.

Tillögurnar samanstanda annars vegar af formlegu skjali þar sem borin eru saman lög Stúdentaráðs eins og þau eru í dag, og lögin eftir breytingu skv. tillögum okkar. Hinsvegar fylgir skjal með athugasemdum við tillögurnar í heild sinni, ásamt skýringum við einstakar greinar laganna.

Þessar tillögur hafa ekki verið meitlaðar í stein og er það von okkar Háskólalistafólks að um þær muni skapast lífleg og málefnaleg umræða, enda er ætlunin með framlagningu þeirra sú að leita leiða til að sameina stúdenta í hagsmunabaráttunni. Það er einlæg von okkar að sem flestir kynni sér þessar hugmyndir með opnum en gagnrýnum huga, og eru allar athugasemdir og ábendingar um það sem betur má fara velkomnar.

Breytingatillögurnar í heild.
Um breytingatillögurnar.
mbl.is Stúdentaráðskosningar í HÍ 7. og 8. febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband