21.1.2007 | 17:48
Formannsefni?
Í stofnskrá Háskólalistans stendur:
Háskólalistinn mun fyrir kosningar til Stúdentaráðs kynna fulltrúa sinn til formennsku í Stúdentaráði. Það hlýtur að vera skýlaus krafa stúdenta við Háskóla Íslands að hafa fyrirfram vitneskju um hver komi til með að vera þeirra helsti talsmaður á komandi kjörtímabili.
Í fyrra tók Vaka upp á því að kynna formannsefni sitt fyrir kosningar og gerir það einnig í ár. Háskólalistinn hefur alltaf gert þetta. Röskva virðist ekki ætla að fylgja í kjölfarið þó flestir sem til þekkja séu nokkuð viss um hver muni verða þeirra kandídat í það embætti.
Það væri áhugavert að fá álit lesenda á þessu og því er skoðanakönnun hér til hliðar. Smellið og virkjið þannig lýðræðið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook