Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kosningakerfi Stúdentaráðs

Í pistli á vefsíðu Háskólalistans fjallar Óli Gneisti Sóleyjarson um galla núverandi kosningakerfis.  Í þetta sinn er áherslan á hið mislukkaða tveggja ára kerfi sem fæstir stúdentar skilja.

Ómögulegt kosningakerfi.

Þess má geta að lesendur geta komið með athugasemdir við pistla sem birtast á vefsíðu Háskólalistans.


Af hverju ekki í nafni Stúdentaráðs?

Þessi ábending er vissulega þörf hjá Röskvu en við hljótum að spyrja okkur hvers vegna þessi ályktun var ekki lögð fyrir Stúdentaráð.  Það er erfitt að ímynda sér annað en að Vaka og Háskólalistinn hefðu stutt þetta góða frumkvæði Röskvu og ályktunin hefði verið sterkari fyrir vikið.  Það þarf meiri samvinnu í Stúdentaráð og það gera hagsmunabaráttu stúdenta öflugri.  Stúdentar eru allir í sama liði í þessu máli sem og öðrum.
mbl.is Röskva telur RÚV frumvarp skaða námsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórt skref í átt að jafnrétti - Skipum fulltrúa á Háskólafund

Það verður að segjast að nú hefur verið stigið stórt skref í átt til jafnréttis erlendra stúdenta við Háskóla Íslands.  Hingað til hefur þessi stóri hópur stúdenta verið fulltrúalaus í Stúdentaráði en fær hér inn nær öruggan fulltrúa.

Fyrrverandi Vökuliði sem bloggar hér hjá Mogganum reynir að skjóta á Háskólalistann og heldur því ranglega fram að okkur hafi mistekist að manna framboðslista á Háskólafund.  Það er að sjálfssögðu kolrangt.  Aldrei stóð til að bjóða fram slíkan lista.  Við viljum að fulltrúar séu skipaðir á Háskólafund í stað þess að kjósa þá.  Það kæmi mikið betur út fyrir stúdenta því þá væri hægt að fá fulltrúa á þessa fundi sem þekktu til þeirra málefna sem verið væri að ræða í hvert sinn.  Þetta hefur verið stefna Háskólalistans í rúm þrjú ár.

Við búumst að sjálfssögðu við að Tómas Hafliðason leiðrétti skrif sín.


mbl.is Háskólalistinn kynnir framboðslista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband