Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.1.2007 | 19:49
Kosningakerfi Stúdentaráðs
Í pistli á vefsíðu Háskólalistans fjallar Óli Gneisti Sóleyjarson um galla núverandi kosningakerfis. Í þetta sinn er áherslan á hið mislukkaða tveggja ára kerfi sem fæstir stúdentar skilja.
Þess má geta að lesendur geta komið með athugasemdir við pistla sem birtast á vefsíðu Háskólalistans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook
22.1.2007 | 20:16
Af hverju ekki í nafni Stúdentaráðs?
Röskva telur RÚV frumvarp skaða námsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2007 | 20:41
Stórt skref í átt að jafnrétti - Skipum fulltrúa á Háskólafund
Það verður að segjast að nú hefur verið stigið stórt skref í átt til jafnréttis erlendra stúdenta við Háskóla Íslands. Hingað til hefur þessi stóri hópur stúdenta verið fulltrúalaus í Stúdentaráði en fær hér inn nær öruggan fulltrúa.
Fyrrverandi Vökuliði sem bloggar hér hjá Mogganum reynir að skjóta á Háskólalistann og heldur því ranglega fram að okkur hafi mistekist að manna framboðslista á Háskólafund. Það er að sjálfssögðu kolrangt. Aldrei stóð til að bjóða fram slíkan lista. Við viljum að fulltrúar séu skipaðir á Háskólafund í stað þess að kjósa þá. Það kæmi mikið betur út fyrir stúdenta því þá væri hægt að fá fulltrúa á þessa fundi sem þekktu til þeirra málefna sem verið væri að ræða í hvert sinn. Þetta hefur verið stefna Háskólalistans í rúm þrjú ár.
Við búumst að sjálfssögðu við að Tómas Hafliðason leiðrétti skrif sín.
Háskólalistinn kynnir framboðslista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook