Stúdentapólitík er heimskuleg

Það er sorglegt en satt, stúdentapólitíkinni við Háskóla Íslands er heimskuleg. Það er ákaflega auðvelt að skilja hvers vegna meirihluti stúdenta neitar að taka þátt í vitleysunni og sleppir því að kjósa. Háskólalistinn var stofnaður af því að hópur stúdenta sá að það var leið upp úr þessum sandkassaslag sem stúdentapólitíkin er. Leiðin er einstaklingskosningar.

Fólk sem býður sig fram á eigin forsendum myndi ekki lenda í sama skotgrafahernaði og einkennir stúdentapólitíkina í dag. Að minnsta kosti myndi það ekki erfa slíkar deilur frá fyrirrennurum sínum. Það hlýtur að teljast mjög undarlegt að milli tveggja fylkinga í hagsmunabaráttu stúdenta séu dregnar átakalínur Kalda stríðsins. “Lýðræðissinnar” gegn “félagshyggjufólki”.

Stúdentar eiga betra skilið. Hagsmunabarátta stúdenta er of mikilvæg til þess að lenda í höndunum á stúdentapólitíkusum. Hjálpið okkur að breyta þessu kerfi.


mbl.is Oft dræm kjörsókn í Háskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjörbreytt kosningakerfi

Þegar Háskólalistinn kynnti framboðslista sinn til Stúdentaráðs nú nýverið voru um leið boðaðar tillögur um gjörbreytt kosningakerfi. Breytingatillögurnar ganga í stuttu máli út á það að í stað þess að stúdentar kjósa lista fólks til setu í Stúdentaráði þá verði kosið einstaklingskosningu beint í nefndir ráðsins. Nefndamenn sitja svo í Stúdentaráði og stjórn þess, sem skipuð er eftir ákveðnum leiðum sem nánar er greint frá í breytingatillöglunum.

Tillögurnar samanstanda annars vegar af formlegu skjali þar sem borin eru saman lög Stúdentaráðs eins og þau eru í dag, og lögin eftir breytingu skv. tillögum okkar. Hinsvegar fylgir skjal með athugasemdum við tillögurnar í heild sinni, ásamt skýringum við einstakar greinar laganna.

Þessar tillögur hafa ekki verið meitlaðar í stein og er það von okkar Háskólalistafólks að um þær muni skapast lífleg og málefnaleg umræða, enda er ætlunin með framlagningu þeirra sú að leita leiða til að sameina stúdenta í hagsmunabaráttunni. Það er einlæg von okkar að sem flestir kynni sér þessar hugmyndir með opnum en gagnrýnum huga, og eru allar athugasemdir og ábendingar um það sem betur má fara velkomnar.

Breytingatillögurnar í heild.
Um breytingatillögurnar.
mbl.is Stúdentaráðskosningar í HÍ 7. og 8. febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningakerfi Stúdentaráðs

Í pistli á vefsíðu Háskólalistans fjallar Óli Gneisti Sóleyjarson um galla núverandi kosningakerfis.  Í þetta sinn er áherslan á hið mislukkaða tveggja ára kerfi sem fæstir stúdentar skilja.

Ómögulegt kosningakerfi.

Þess má geta að lesendur geta komið með athugasemdir við pistla sem birtast á vefsíðu Háskólalistans.


Af hverju ekki í nafni Stúdentaráðs?

Þessi ábending er vissulega þörf hjá Röskvu en við hljótum að spyrja okkur hvers vegna þessi ályktun var ekki lögð fyrir Stúdentaráð.  Það er erfitt að ímynda sér annað en að Vaka og Háskólalistinn hefðu stutt þetta góða frumkvæði Röskvu og ályktunin hefði verið sterkari fyrir vikið.  Það þarf meiri samvinnu í Stúdentaráð og það gera hagsmunabaráttu stúdenta öflugri.  Stúdentar eru allir í sama liði í þessu máli sem og öðrum.
mbl.is Röskva telur RÚV frumvarp skaða námsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórt skref í átt að jafnrétti - Skipum fulltrúa á Háskólafund

Það verður að segjast að nú hefur verið stigið stórt skref í átt til jafnréttis erlendra stúdenta við Háskóla Íslands.  Hingað til hefur þessi stóri hópur stúdenta verið fulltrúalaus í Stúdentaráði en fær hér inn nær öruggan fulltrúa.

Fyrrverandi Vökuliði sem bloggar hér hjá Mogganum reynir að skjóta á Háskólalistann og heldur því ranglega fram að okkur hafi mistekist að manna framboðslista á Háskólafund.  Það er að sjálfssögðu kolrangt.  Aldrei stóð til að bjóða fram slíkan lista.  Við viljum að fulltrúar séu skipaðir á Háskólafund í stað þess að kjósa þá.  Það kæmi mikið betur út fyrir stúdenta því þá væri hægt að fá fulltrúa á þessa fundi sem þekktu til þeirra málefna sem verið væri að ræða í hvert sinn.  Þetta hefur verið stefna Háskólalistans í rúm þrjú ár.

Við búumst að sjálfssögðu við að Tómas Hafliðason leiðrétti skrif sín.


mbl.is Háskólalistinn kynnir framboðslista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formannsefni?

Í stofnskrá Háskólalistans stendur:

Háskólalistinn mun fyrir kosningar til Stúdentaráðs kynna fulltrúa sinn til formennsku í Stúdentaráði. Það hlýtur að vera skýlaus krafa stúdenta við Háskóla Íslands að hafa fyrirfram vitneskju um hver komi til með að vera þeirra helsti talsmaður á komandi kjörtímabili.

Í fyrra tók Vaka upp á því að kynna formannsefni sitt fyrir kosningar og gerir það einnig í ár.  Háskólalistinn hefur alltaf gert þetta.  Röskva virðist ekki ætla að fylgja í kjölfarið þó flestir sem til þekkja séu nokkuð viss um hver muni verða þeirra kandídat í það embætti.

Það væri áhugavert að fá álit lesenda á þessu og því er skoðanakönnun hér til hliðar.  Smellið og virkjið þannig lýðræðið. 


Í fótspor Háskólalistans

Það er einstaklega ánægjulegt að Vaka hafi haldið áfram að taka Háskólalistann sér til fyrirmyndar og kynna formannsefni sitt.  Það hefur Háskólalistinn gert frá upphafi enda er það þarft í þeim tilgangi að skýra línurnar.

Háskólalistinn kynnti sinn framboðslista á föstudaginn líka.  Hann má finna hér


mbl.is Framboðslisti Vöku kynntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háskólalistinn á Moggablogginu

Hér er ætlunin að fjalla um hagsmunabaráttu stúdenta við Háskóla Íslands.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband